
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð - Vísir
https://www.visir.is/g/20232369991d/kirkjugardur-wagner-hefur-sjofaldast-ad-staerd
Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi.