
Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans - Vísir
https://www.visir.is/g/20232363621d/oheppilegt-myndband-virdist-vera-ad-leida-til-afsagnar-radherrans
Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni.