
Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum - Vísir
https://www.visir.is/g/20222357522d/hardordur-vegna-adgerdarleysis-stjornvalda-i-oryggismalum
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna.