
Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin - Vísir
https://www.visir.is/g/20222336663d/penn-lanar-selenski-oskarsverdlaunin
Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum.