
Pútín segir nauðsynlegt að flytja fólk frá Kerson
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/04/putin_segir_naudsynlegt_ad_flytja_folk_fra_kerson/
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að flytja eigi almenna borgara frá borginni Kerson í suðurhluta Úkraínu, en borgin er undir yfirráðum rússneskra hersveita. Þær hafa unnið að því að flytja fólk á brott frá því um miðjan október á sama tíma og úkraínskar hersveitir hafa sótt fram.