
„Þetta er ykkar sök“
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/11/02/thetta_er_ykkar_sok/
Rússnesk stjórnvöld halda því nú fram að háttsemi þeirra norsku í varnarmálum sé svo illa ígrunduð að þau séu á góðri leið með að eyðileggja samband landanna. „Nei, þetta er ekki okkar sök, þetta er ykkar sök – ykkar á Vesturlöndum,“ sagði María Sakharóva, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins í harðorðri yfirlýsingu í dag.