
Úkraínumenn vakna við loftvarnaflautur og sprengingar - Vísir
https://www.visir.is/g/20222332058d/ukrainumenn-vakna-vid-loftvarnaflautur-og-sprengingar
Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og sprengingar hafa heyrst í Kænugarði. Fregnir herma að um hafi verið að ræða sjö til átta sprengingar en að sögn Anton Gerashchenko, ráðgjafa Úkraínuforseta, skutu Rússar um það bil 40 eldflaugum á hin ýmsu skotmörk í morgun.