
Varar við ofveiði á Norður-Atlantshafi
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2022/10/26/varar_vid_ofveidi_a_nordur_atlantshafi/
„Það hlýtur að vera tímabært að einhver taki forystu og leiði þjóðirnar að samkomulagi. Allir myndu hagnast á því, bæði fiskstofnarnir, vistkerfi hafsins, sjávarútvegurinn og neytandinn!“ segir Gísli Gíslason, svæðisstjóri Marine Stewardship Council í Norður-Atlantshafi, í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær.