
Eitt fyrstu verka Sunaks að hringja til Úkraínuforseta - Vísir
https://www.visir.is/g/20222330024d/eitt-fyrstu-verka-sunaks-ad-hringja-til-ukrainuforseta
Rishi Sunak nýr forsætisráðherra Bretlands hét forseta Úkraínu í gær áframhaldandi stuðningi Breta í baráttunni gegn innrás Rússa. Forseti Þýskalands dáðist af hughrekki Úkraínumanna í heimsókn til Kænugarðs í gær og lofaði aukinni hernaðaraðstoð.