
Pútín undirritar lög um innlimun
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/10/05/putin_undirritar_log_um_innlimun/
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað löggjöf um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland, að því er kemur fram í skjölum sem birt hafa verið af rússnesku ríkisstjórninni. Héruðin Dónetsk, Lúgansk, Kerson og Sapírísía eru „viðurkennd sem hluti af Rússlandi í samræmi við rússnesku stjórnarskrána,“ segir í skjölunum.