
Úkraínuher sækir fram í suðri og austri - Vísir
https://www.visir.is/g/20222319329d/ukrainuher-saekir-fram-i-sudri-og-austri
Varnir Rússa í Kherson-héraði í sunnanverðri Úkraínu voru brotnar á bak aftur í dag á sama tíma og Úkraínuher sótti fram í austanverðu landinu sem Rússar segjast hafa innlimað. Birgðaflutningaleiðum fyrir rússneska hermenn er sagt ógnað með gagnsókninni.