
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu - Vísir
https://www.visir.is/g/20222315678d/geti-att-yfir-hofdi-ser-fangelsisdom-fyrir-ad-flyja-herkvadningu
Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna.