
Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta - Vísir
https://www.visir.is/g/20222310717d/skipulogdu-soknina-med-adstod-bandarikjamanna-og-breta
Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson.