
105.000 milljarða eyðilegging
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/12/105_000_milljarda_eydilegging/
Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi, sem einnig fer með sendiherraembætti gagnvart Íslandi, segist í samtali við mbl.is vera stolt af stöðu sinni sem fulltrúi Úkraínu meðal íslenskrar þjóðar. Hún kveður samstöðu Úkraínumanna sem aldrei fyrr og vill að Rússland verði einangrað algjörlega og svipt öllum ráðum til að geta beitt hervaldi.