
Munum berjast allt til endaloka
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/08/24/munum_berjast_allt_til_endaloka/
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað við mögulegum árásum Rússa en í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu. Hálft ár er sömuleiðis liðið síðan Rússar réðust inn í landið. „Dagurinn í dag er mikilvægur dagur fyrir okkur öll. Og þess vegna er þessi dagur, því miður, einnig mikilvægur fyrir óvin okkar,“ sagði hann.