
Verðbólga á evrusvæðinu aldrei verið meiri - Vísir
https://www.visir.is/g/20222291825d/verdbolga-a-evrusvaedinu-aldrei-verid-meiri
Samræmd verðbólga innan evrusvæðisins hefur náð nýju hámarki, í 8,9 prósentum. Rekja má þessa miklu verðbólgu að hluta til hás orkuverðs vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur aukist lítillega á þessum öðrum ársfjórðungi.