
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20222289509d/skrifa-undir-samning-um-utflutning-korns-fra-ukrainu
Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.