
Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja - Vísir
https://www.visir.is/g/20222281005d/gagnrynin-a-framgongu-tyrkja
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið.