
Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna - Vísir
https://www.visir.is/g/20222268339d/liklegt-ad-bandarikin-verdi-vid-heitustu-vopnaosk-ukrainumanna
Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði.