
Ísland leggur til 130 milljónir í efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu - Vísir
https://www.visir.is/g/20222252232d/island-leggur-til-130-milljonir-i-efnahagslega-neydaradstod-vid-ukrainu
Sérstakur sjóður Alþjóðabankans um efnahagslega neyðaraðstoð við Úkraínu fær um 130 milljónir króna frá Íslandi, eða því sem nemur einni milljón Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra greindi frá viðbótarframlagi Íslands til sjóðsins á ráðherrafundi um stuðning við Úkraínu sem haldinn var í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í síðustu viku.