
Grafalvarlegt ástand vegna þurrka á horni Afríku - Vísir
https://www.visir.is/g/20222249774d/grafalvarlegt-astand-vegna-thurrka-a-horni-afriku
Engin teikn eru á lofti um úrkomu í þeim heimshluta sem kenndur er við horn Afríku. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, WFP, óttast að hungruðum fjölgi þar á árinu úr fjórtán milljónum í tuttugu. Miðað við hefðbundið árferði ætti rigningartíminn að hafa staðið yfir í tæpan mánuð en alla daga er heiður himinn.