
Endurmeta stöðu sendiherra Rússlands á Íslandi
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/04/05/endurmeta_stodu_sendiherra_russlands_a_islandi/
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir fjöldamorð Rússa í Bútsja og segir að það væri óábyrgt af henni að halda því fram að Rússar hegði sér öðruvísi hérlendis heldur en í öðrum Evrópulöndum. Víðsvegar um Evrópu kemst upp um njósnir Rússa og aukið álag hefur orðið á netöryggisvarnir íslands eftir að stríðið hófst í Úkraínu.