
Segir skoðun Steinunnar Ólínu um flóttafólk byggða á forréttindum - Vísir
https://www.visir.is/g/20222241766d/segir-skodun-steinunnar-olinu-um-flottafolk-byggda-a-forrettindum
Jasmina Vajzovic Crnac, yfirmaður alþjóðateymis velferðasviðs Reykjavíkurborgar, segir yfirlýsingar Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu um dvöl úkraínskra flóttamanna á Bifröst byggðar á forréttindablindu. Jasmina kom sjálf til Íslands sem flóttamaður þegar hún var barn og segir flóttamenn ekki hugsa um að komast á kaffihús þegar þeir flýja stríð.