
Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd - Vísir
https://www.visir.is/g/20222241374d/leidtogar-nato-rikja-ekki-a-somu-bylgjulengd
Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.