
Engin merki um breytta stefnu Rússa
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/28/engin_merki_um_breytta_stefnu_russa/
„Ratsjáin var vissulega angi af þessari löngu sögu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum, um hádegisfyrirlestur, sem hann heldur í Þjóðminjasafni Íslands á föstudag, 1. apríl, klukkan 12 undir yfirskriftinni Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið – og þó ekki, en fyrirlesturinn tengist ljósmyndasýningu safnsins um ratsjárstöðina á Straumnesfjalli á Hornströndum.