
Síðasta lestin frá Rússlandi
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/27/sidasta_lestin_fra_russlandi/
Það var upp úr klukkan 19 í kvöld að staðartíma sem síðasta áætlunarlestin á vegum járnbrautarfyrirtækisins Allegro renndi upp að brautarpallinum í finnsku höfuðborginni Helsinki og markaði þar með endalok lestarsamgangna milli ríkja Evrópusambandsins og Rússlands, að minnsta kosti í bili.