
Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga - Vísir
https://www.visir.is/g/20222238475d/ekki-sama-krafa-a-island-innan-nato-og-a-onnur-riki-um-haekkun-framlaga
Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her.