
Sársauki þeirra er sársauki okkar allra
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/18/sarsauki_theirra_er_sarsauki_okkar_allra/
Mikill eldur kom upp í risastórum markaði í Karkív í gær og lýsir Karine því hvernig þykkur reykurinn stígur upp á meðan slökkviliðsmenn virðast lítið ráða við eldinn þar sem rússneska innrásarliðið heldur sprengjuárásum sínum áfram. Markaðurinn, sem heitir Barabashovo, er einn stærsti markaður heims sem og Evrópu og fyrir stríðið störfuðu þar tugir þúsunda.