
237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust - Vísir
https://www.visir.is/g/20222236040d/237-hafa-sott-um-vernd-her-a-landi-fra-thvi-ad-atokin-hofust
Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra.