
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ - Innherji
https://www.visir.is/g/20222235032d/-ukrainumonnum-gengur-mjog-vel-thegar-their-fa-ad-vera-i-fridi-
Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.