
Raddir frá Úkraínu: Erfiðasta ákvörðun lífsins
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/12/raddir_fra_ukrainu_erfidasta_akvordun_lifsins/
Að þurfa að kveðja fjölskylduna og horfa á eftir eiginkonu og barni leggja upp í óvissuferðalag út fyrir landsteinana til að flýja stríð, en geta á sama tíma ekki komið með, er líklega eitthvað sem enginn vill þurfa að upplifa. Sergei og Irína þurftu að taka þessa ákvörðun í gær eftir að það varð líklegra að borgin þeirra yrði næst í röðinni þegar kæmi að loftárásum Rússa.