
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð - Vísir
https://www.visir.is/g/20222232634d/gata-eda-torg-i-reykjavik-verdi-kennd-vid-ukrainu-eda-kaenugard
Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs.