
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík - Vísir
https://www.visir.is/g/20222228958d/russneskir-fjolmidlar-fjalla-um-aras-a-sendiradid-i-reykjavik
Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt.