
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ - ...
https://www.visir.is/g/20222228265d/i-bidrod-til-ad-komast-til-pollands-thad-er-eins-og-thad-se-heimsendir-
Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt.