
Segir íbúðabyggðir nú skotspón Rússa
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/25/segir_ibudabyggdir_nu_skotspon_russa/
Volodimír Zelenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í morgun að Rússar séu farnir að beina vopnum sínum að íbúðabyggðum. Hann biðlaði til vestrænna ríkja að gera meira til þess að binda enda á árás Rússa. Zelenskí sagði jafnframt 137 úkraínskir ríkisborgarar, bæði hermenn og almennir borgarar, hafi fallið í átökum gær.