
Slíta diplómatískum tengslum við Rússa
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/24/slita_diplomatiskum_tengslum_vid_russa/
Volodimír Zelenskí sleit rétt í þessu diplómatískum tengslum Úkraínumanna við Rússland. Er þessi ákvörðun hans viðbragð við innrás Rússa í Úkraínu. „Við slitum diplómatískum tengslum við Rússa,“ sagði Zelenskí í myndskeiði.