
Aðgerðir Rússa verði ekki án afleiðinga
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/02/22/adgerdir_russa_verdi_ekki_an_afleidinga/
Fordæmið sem Rússland er að setja með innrás sinni í Úkraínu í kjölfar yfirlýsingar um sjálfstæði tveggja svæða í austurhluta landsins í gær er „stórkostlega alvarlegt og það kemur ekki til greina að þetta fordæmi hafi ekki afleiðingar.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við mbl.is.