
Mun senda „lítinn hóp hermanna“ til Austur-Evrópu
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/01/28/mun_senda_litinn_hop_hermanna_til_austur_evropu/
Joe Biden bandaríkjaforseti hyggst bráðlega senda lítinn hóp bandarískra hermanna til austur Evrópu til þess að styrkja Atlantshafsbandalagið (NATO) í návígi við Úkraínu þar sem spennan milli Rússlands og NATO magnast með degi hverjum.